Myndir frá fyrsta námskeiðinu

Fyrsta námskeiðið var haldið í Fella- og Hólakirkju í mars 2008 og tóku 12 mömmur og krílin þeirra þátt. Námskeiðið þótti heppnast einstaklega vel en þetta var í fyrsta skipti sem slíkt námskeið var haldið í kirkjunni á Íslandi. Kennarar á námskeiðinu voru þær Guðný Einarsdóttir organisti og Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkennari. 

Hér eru myndir frá námskeiðinu 2008

Í lok námskeiðsins var pöbbum, öfum, ömmum, frændum, frænkum og öðrum áhugasömum boðið að vera með í ungabarnamessu. Hér má sjá myndir og video frá þeirri skemmtilegu messu!

Til baka

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: